Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 13:42 Spillivagninn fór fyrst á kreik í haust. Fréttablaðið/Stefán Borgaryfirvöld ætla að senda svonefndan spillivagn um borgina í vor en honum er ætlað að safna raftækjum og spilliefnum til að auka magn úrgangs sem er meðhöndlaður með réttum hætti. Á annað tonn spilliefna safnaðist þegar vagninn var gerður út af örkinni í haust. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarbúar muni geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum í borginni og á ákveðnum tímum. Þjónustan sé viðbót við útgangsflokkun á endurvinnslustöðvum Sorpu. Tekið verður við rafhlöðum, rafgeymum, ljósaperum, hitamælum, málningu, grunnum, bóni, viðarvörn, lími, lakki, hreinsiefnum, lífreynum leysiefnum, stíflueyði, eitri, olíu, feiti og raftækjum innan við 15 kíló eða 20 lítra. Alls söfnuðust 1.638 kíló af spilliefnum í 177 ferðum spillivagnsins í haust. Ólöglegt er að handa spilliefnum í gráar tunnur undir blandaðan úrgang. Engu að síður segja borgaryfirvöld að ætla megi að um 150 tonnum af raftækjum og spilliefnum hafi verið hent og þau urðuð í Álfsnesi í fyrra. Raftæki innihaldi oft spilliefni en einnig verðmæti eins og sjaldgæf hráefni og nýtanlega hluti sem æskilegt sé að endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja og annarra hluta.Voráætlun Spillivagnsins · Árbær – þriðjudaginn 7. maí kl. 15–20 við Árbæjarlaug. · Breiðholt – þriðjudaginn 23. apríl kl. 15–20 við Breiðholtslaug. · Bústaðir/Háleiti – þriðjudaginn 16. apríl kl. 15–20 við Austurver. · Grafarholt/Úlfarsárdalur – þriðjudaginn 30. apríl. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. · Grafarvogur – fimmtudaginn 9. maí kl. 15–20 við Spöngina. · Hlíðar– þriðjudaginn 11. apríl kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. · Kjalarnes –fimmtudaginn 2. maí kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund · Laugardalur – þriðjudaginn 9. apríl kl. 15–20 við Laugardalslaug · Miðborg – miðvikudaginn 17. apríl kl. 15–20 við Sundhöllina · Vesturbær – mánudaginn 24. apríl kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að senda svonefndan spillivagn um borgina í vor en honum er ætlað að safna raftækjum og spilliefnum til að auka magn úrgangs sem er meðhöndlaður með réttum hætti. Á annað tonn spilliefna safnaðist þegar vagninn var gerður út af örkinni í haust. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarbúar muni geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum í borginni og á ákveðnum tímum. Þjónustan sé viðbót við útgangsflokkun á endurvinnslustöðvum Sorpu. Tekið verður við rafhlöðum, rafgeymum, ljósaperum, hitamælum, málningu, grunnum, bóni, viðarvörn, lími, lakki, hreinsiefnum, lífreynum leysiefnum, stíflueyði, eitri, olíu, feiti og raftækjum innan við 15 kíló eða 20 lítra. Alls söfnuðust 1.638 kíló af spilliefnum í 177 ferðum spillivagnsins í haust. Ólöglegt er að handa spilliefnum í gráar tunnur undir blandaðan úrgang. Engu að síður segja borgaryfirvöld að ætla megi að um 150 tonnum af raftækjum og spilliefnum hafi verið hent og þau urðuð í Álfsnesi í fyrra. Raftæki innihaldi oft spilliefni en einnig verðmæti eins og sjaldgæf hráefni og nýtanlega hluti sem æskilegt sé að endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja og annarra hluta.Voráætlun Spillivagnsins · Árbær – þriðjudaginn 7. maí kl. 15–20 við Árbæjarlaug. · Breiðholt – þriðjudaginn 23. apríl kl. 15–20 við Breiðholtslaug. · Bústaðir/Háleiti – þriðjudaginn 16. apríl kl. 15–20 við Austurver. · Grafarholt/Úlfarsárdalur – þriðjudaginn 30. apríl. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. · Grafarvogur – fimmtudaginn 9. maí kl. 15–20 við Spöngina. · Hlíðar– þriðjudaginn 11. apríl kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. · Kjalarnes –fimmtudaginn 2. maí kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund · Laugardalur – þriðjudaginn 9. apríl kl. 15–20 við Laugardalslaug · Miðborg – miðvikudaginn 17. apríl kl. 15–20 við Sundhöllina · Vesturbær – mánudaginn 24. apríl kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira