Mennt er máttur Óttar Guðmundsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum áratugum þótti nám vera mikil forréttindi. Börn fátækra foreldra áttu sáralitla möguleika á því að ganga hinn svokallaða menntaveg. Fræg er sagan af Stephani G. Stephanssyni skáldi norður í Skagafirði sem horfði hnugginn á skólapilta ríða suður til náms. Hallgrímur heitinn Pétursson yrkir um gildi menntunar í heilræðavísum sínum: Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrjóskast við að læra. Nú er öldin önnur. Menntun þykir sjálfsögð og langflestir stefna á margra ára framhaldsskólanám. Með þessari stefnu breyttist þó viðhorf og lífsgleði nemenda. Farið var að tala um skólaleiða og á allra síðustu tímum kulnun í námi. Með lengri skólagöngu jókst kvíði og andleg vanlíðan æskufólks. Skólarnir hafa komið til móts við þennan leiða nemenda og leyfa öllum að hafa með sér síma og tölvu í kennslustund. Nemandinn þarf ekki lengur að einbeita sér að ártölum eða óreglulegum þýskum sögnum í tímum heldur getur brugðið sér á netið og fylgst með félögum sínum í ræktinni. Nú eða horft á nýjasta myndbandið með Hatara. Alls kyns tölvuleikir stytta hverja kennslustund og gera námið léttbærara. Kennarar og námsefni eru í stöðugri og vonlausri samkeppni við hinn alþjóðlega skemmtiiðnað á netinu. Skólanum tekst með þessari sífelldu afþreyingu að koma í veg fyrir almennan skólaleiða. Hallgrímur sálmaskáld kom einmitt til mín í draumi fyrir nokkru og sagði: Snappsjatt þykir firna flott flestir í jútjúb rýna. Instagram þér gerir gott, geym vel tölvu þína.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar