Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:13 Þúsundir farþega urðu strandaglópar þegar Wow air fór í þrot á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir að viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air hafi aðallega miðast við að greiða úr upplausnarástandi varðandi farþega og að hún hafi gengið vonum framar. Hann setur stórt spurningarmerki við að stjórnvöld hefðu á einhvern hátt átt að stíga inn í rekstur flugfélagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi félagi Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, í Framsóknarflokknum, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air í vikunni. Ekkert hafi verið gert til að bregðast við gjaldþrotinu efnahagslega, aðeins til að koma farþegum til síns heima. Sigurður Ingi varði aðgerðir ríkisstjórnarinnar í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að misskilnings gætti um eðli viðbragðsáætlunarinnar. Hvað samgönguráðuneytið varðaði hafi hún fyrst og fremst gengið út á bein áhrif á farþega í upphafi. Mikilvægt hafi verið talið að hafa stjórnkerfið tilbúið fyrir slíkt, ekki síst ef þrot félagsins hefði átt sér stað á tíma þegar ferðamannastraumurinn væri stríðari. „Ef menn væru ekki undirbúnir hefði orðið panikástand, líka núna á fimmtudaginn. Af því að við vorum undirbúin , og það var búið að vinna þetta þétt, bæði með öllum stofunum ríkis sem að þessu koma, auðvitað búið að ræða við Icelandair áður en einnig haft samband við önnur flugfélög, þá hefur þetta gengið framar vonum,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillÁkvörðun Icelandair og Indigo styrkti mat ríkisstjórnarinnar Hvað efnahagslegar aðgerðir varðaði sagði ráðherrann að ríkisstjórnin hafi áður metið það svo að flugfélögin væru ekki svo kerfislega mikilvæg að ástæða væri til að ríkið gripi inni í til að bjarga þeim. Fjölmörg önnur félög væru með ferðir til og frá landinu. Vísaði Sigurður Ingi til fordæma erlendis þar sem ríkið hefur stigið inn í rekstur flugfélaga eins og í tilfelli Air Berlin í Þýskalandi. Höggið af gjaldþroti þess félags hafi lent á þýskum skattgreiðendum. Þetta mat ríkisstjórnarinnar að ekki væri rétt að stíga inn í rekstur Wow air hafi styrkst við það tvö félög sem séu góð í flugrekstri, Icelandair og Indigo Partners, hafi skoðað þann möguleika fyrir sig en fallið frá honum. „Þá er stór spurning: á ríkisvaldið sem er ekki gott í flugrekstri að fara inn í svona hluti með þá áhættu sem þar er? Það var mat okkar að gera það ekki og ég held að það skilji það mjög margir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Samgönguráðherra segir að viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air hafi aðallega miðast við að greiða úr upplausnarástandi varðandi farþega og að hún hafi gengið vonum framar. Hann setur stórt spurningarmerki við að stjórnvöld hefðu á einhvern hátt átt að stíga inn í rekstur flugfélagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi félagi Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, í Framsóknarflokknum, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air í vikunni. Ekkert hafi verið gert til að bregðast við gjaldþrotinu efnahagslega, aðeins til að koma farþegum til síns heima. Sigurður Ingi varði aðgerðir ríkisstjórnarinnar í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að misskilnings gætti um eðli viðbragðsáætlunarinnar. Hvað samgönguráðuneytið varðaði hafi hún fyrst og fremst gengið út á bein áhrif á farþega í upphafi. Mikilvægt hafi verið talið að hafa stjórnkerfið tilbúið fyrir slíkt, ekki síst ef þrot félagsins hefði átt sér stað á tíma þegar ferðamannastraumurinn væri stríðari. „Ef menn væru ekki undirbúnir hefði orðið panikástand, líka núna á fimmtudaginn. Af því að við vorum undirbúin , og það var búið að vinna þetta þétt, bæði með öllum stofunum ríkis sem að þessu koma, auðvitað búið að ræða við Icelandair áður en einnig haft samband við önnur flugfélög, þá hefur þetta gengið framar vonum,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillÁkvörðun Icelandair og Indigo styrkti mat ríkisstjórnarinnar Hvað efnahagslegar aðgerðir varðaði sagði ráðherrann að ríkisstjórnin hafi áður metið það svo að flugfélögin væru ekki svo kerfislega mikilvæg að ástæða væri til að ríkið gripi inni í til að bjarga þeim. Fjölmörg önnur félög væru með ferðir til og frá landinu. Vísaði Sigurður Ingi til fordæma erlendis þar sem ríkið hefur stigið inn í rekstur flugfélaga eins og í tilfelli Air Berlin í Þýskalandi. Höggið af gjaldþroti þess félags hafi lent á þýskum skattgreiðendum. Þetta mat ríkisstjórnarinnar að ekki væri rétt að stíga inn í rekstur Wow air hafi styrkst við það tvö félög sem séu góð í flugrekstri, Icelandair og Indigo Partners, hafi skoðað þann möguleika fyrir sig en fallið frá honum. „Þá er stór spurning: á ríkisvaldið sem er ekki gott í flugrekstri að fara inn í svona hluti með þá áhættu sem þar er? Það var mat okkar að gera það ekki og ég held að það skilji það mjög margir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17