Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 12:21 Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Formenn tveggja verkalýðsfélaga telja ólíklegt að það takist að semja í dag. Samningaviðræður eru þó sagðar ganga vel og að það gæti skýrst á næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Fundur sex stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst nú í hádeginu. Deiluaðilar funduðu til klukkan sex í gær í húsakynnum sáttasemjara og hófst fundur á ný nú í hádeginu. Fulltrúar stéttarfélaganna hittust þó fyrr í morgun til að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. Búist er við því að fundurinn dragist fram eftir kvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, að viðræðurnar hafi gengið vel síðustu daga. Þó sé ólíklegt að aðilum takist að semja í dag. „Þó að það gangi vel þá finnst mér það ótrúlegt en kannski kemur í ljós hvort að þetta gengur eða gengur ekki, þessar hugmyndir sem menn hafa verið að kasta á milli sín,“ segir Hörður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í sama streng. „Ég hef nú ekki trú á því að það verði samið í dag. Ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Vilhjálmur.En ertu vongóður um að það náist að semja fyrir verkföllinn sem að öllu óbreyttu skella á í vikunni? „Ég get alls ekki svarað þeirri spurning. Þetta er viðkvæm staða sem menn eru núna með í höndunum og menn eru bara að velta öllum möguleikum fyrir en við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð,“ segir Vilhjálmur. Hann telji að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort samningar gangi eftir. Töluverð vinna sé þó eftir. „Núna eru menn bara að reyna leita allra leiða til að athuga hvort að hægt er að ná saman kjarasamningi eða ekki,“ segir Vilhjálmur en hvorki hann né Hörður geta sagt til um það á hverju viðræðurnar hafa strandað enda í fjölmiðlabanni hvað það varðar. Að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á vegum Eflingar í fyrramálið hjá strætóbílstjórum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Verkfallið verður á virkum dögum frá morgundeginum til og með 1. maí og verður þá daga enginn akstur frá klukkan sjö til níu á morgnanna og frá klukkan fjögur til sex seinni partinn. Þá hefjast þriggja daga verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum að öllu óbreyttu á miðnætti á þriðjudag.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira