Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:30 Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38