WOW air falast eftir ríkisábyrgð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira