Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:35 Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, á málþinginu í dag. vísir/vilhelm Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Sjá meira
Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Sjá meira
„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15
Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15