Forsætisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðunni í kjaraviðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhrera, hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira