Gerir ekki lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 17:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, (t.v.) og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór. Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ekki gera lítið úr alvarlegri stöðu kjaraviðræðna þar sem stór verkalýðsfélög hafa slitið viðræðum. Fólk verði engu að síður að hafa trú á að samningsaðilum takist að lyfta óvissu sem liggi eins og mara á samfélaginu. Verkföll félagsmanna VR og Eflingar hefjast á föstudag og í vikunni slitu Starfsgreinasambandið og Landssamband íslenskra verslunarmanna viðræðum sínum við SA. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að áfram yrði fundað næstu daga. „Að mörgu leyti hefur gengið ágætlega undanfarnar vikur og margt af því sem búið er að vinna þar getur myndað grunn að kjarasamningi til framtíðar,“ sagði Halldór. Varðandi yfirvofandi verkföll sagðist Halldór þeirrar skoðunar að það væri hættuspil að vera með kjaramálin í átakafarvegi ofan í loðnubrest, tvísýna stöðu flugfélaganna og kólnandi hagkerfi. Spurður að því á hverju strandaði í viðræðum SA við viðsemjendur sína sagði Halldór að of margir þættir stæðu út af. Vildi hann ekki segja nánar til um einstök ágreiningsmál eða hvort SA hygðist leggja til eitthvað nýtt á næstu fundum. „Ábyrgð samningsaðila, beggja vegna borðs, er mikil. Það er nú einu sinni þannig að það þarf tvo til að semja. Við verðum einfaldlega að trúa því að okkur takist að lyfta þessari óvissu sem liggur eins og mara yfir samfélaginu,“ sagði Halldór.
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira