Eyrún segir sig úr VG vegna breytinga á lögum um hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 12:42 Eyþrún er afar ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um hatursorðræðu. fbl/eyþór Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt. Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt.
Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45
Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00