Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2019 08:15 Af heimasíðu Borgarahreyfingar gegn veggjöldum í Noregi. Mynd/Folkeaksjonen NEI til mer bompenger. Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri. Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri.
Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30