„Verkfallsvopnið, það bítur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45