Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. mars 2019 19:00 Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33