Íslenskar melónur ræktaðar í Garðyrkjuskólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2019 19:21 Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur Garðyrkja Ölfus Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur
Garðyrkja Ölfus Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent