Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 19:45 Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira