Pressa á Ronaldo fyrir leik kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2019 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á dögunum. Getty/Salvatore Laporta Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Leik lokið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Handbolti Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Íslenski boltinn Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Fótbolti Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Formúla 1 Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Afturelding | Gera nýliðarnir þeim aftur grikk? Í beinni: KR - FH | Þurfa að svara fyrir sig eftir flenginguna Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Leik lokið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Leik lokið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira
Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Leik lokið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Handbolti Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Íslenski boltinn Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Fótbolti Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Formúla 1 Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Handbolti Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Afturelding | Gera nýliðarnir þeim aftur grikk? Í beinni: KR - FH | Þurfa að svara fyrir sig eftir flenginguna Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Leik lokið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Leik lokið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM „Mér finnst þetta vera brandari“ Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Stelpurnar okkar mættar í paradísina Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira