Minnihlutinn og margfeldiskosning Friðrik Friðriksson skrifar 13. mars 2019 12:15 Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í mörgum félögum eru haldnir aðalfundir þessar vikurnar og á dagskrá eru stjórnir kjörnar til að fara með málefni félaganna næsta árið. Greinarmunur er gerður á vissum sviðum á milli kosninga í hlutafélögum og í einkahlutafélögum. Í þeim síðarnefndu eru gjarnan færri hluthafar og lægra heildarhlutafé. Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrum alþingismaður, var frumkvöðull og eldhugi, um það bera verk hans vitni. Sem þingmaður var hann óþreytandi við að ýta undir þátttöku almennings í eignarhaldi í fyrirtækjum sem byggju um leið við trausta lagaumgjörð og líkur væru á að verðmætasköpun yrði í þeim. Hann sá tækifærin við almenningshlutafélögin sem síðar hafa orðið drifkraftur atvinnulífsins. Frá áttunda til tíunda áratug síðustu aldar kom Eykon að margs konar lagasetningu á Alþingi sem miðaði að því að auka skilvirkni í umgjörð hlutafélaga og um leið var gætt að hagsmunum einstakra hluthafa, sem var alltaf ofarlega í huga. Ýmsir aðrir komu auðvitað við sögu, sem við getum kallað framfarasögu í fyrirtækjaumhverfinu, þótt nafn Eykons beri ávallt hátt. Oft er rætt um að við Íslendingar innleiðum nánast sjálfkrafa flest úr löggjöf nágranna okkar en einnig ráða alþjóðlegir samningar þó för og þá sérstaklega EES-samningurinn. En einnig sú staðreynd að óþarfi er að finna upp hjólið í öllum málaflokkum, framfaraskref í einu landi gagnast okkur einnig. Svo bregður við að þegar kemur að kosningu í stjórn hlutafélags er íslenska löggjöfin einstök og til fyrirmyndar. Í stuttu máli þá virðist gilda sú meginregla í flestum löndum að stjórn í hlutafélagi er oftast kjörin með meirihlutakosningu. Sé kosið um fimm manna stjórn til að mynda þá getur hver hluthafi nýtt sitt atkvæði jafnoft og þeir menn eru margir sem kjósa skal um. Þetta kosningaform getur leitt af sér þá niðurstöðu að einfaldur meirihluti hluthafa á hluthafafundi kjósi alla stjórnarmennina, þótt þeir hafi ekki vægi til þess miðað við atkvæðafjölda. Með þessu móti getur meirihlutinn nánast ráðið flestu og minnihlutinn nýtur ekki eðlilegs vægis við kosningu stjórnar. Það sem aðgreinir Ísland frá nágrannalöndum okkar er að í íslenskri löggjöf er að finna reglur um að tiltekið hlutfall hluthafa geti krafist þess að beita skuli öðrum kosningaaðferðum en meirihlutakosningu við stjórnarkjör. Margfeldiskosning í hlutafélögum (eða hlutfallskosning) tryggir hins vegar rétt minnihlutans. Munurinn er þessi: Hver hluthafi getur aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, ekki aftur og aftur. Virknin er sú með einföldu dæmi að sé frambjóðandi í fimm manna stjórn með stuðning hluthafa sem hafa yfir að ráða um 17% hlutafjárins þá mun hann örugglega vinna stjórnarsæti (hlutfallið sem þarf fer m.a. eftir mætingu á fundinn). Þannig hefur minnihlutanum tekist að fá áhrif í samræmi við styrk sinn sem í meirihlutakosningum gerist ekki. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af þessari réttarbót þar sem engum öðrum Norðurlandaþjóðum hefur auðnast að fylgja okkur svo vitað sé. Megintilgangur var að tryggja rétt minnihlutans til áhrifa. Að lokum má nefna að það gilda aðeins mismunandi reglur á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Á hluthafafundum í hlutafélögum má beita meirihlutakosningu, hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu en á hluthafafundum í einkahlutafélögum má einungis beita meirihlutakosningu eða hlutfallskosningu. Í báðum félagaformum er meirihlutakosning meginreglan nema höfð sé uppi krafa um aðra tegund kosningar. Þá gilda reglur um tímafresti fyrir fund svo og lágmarkshlutfall hluthafa sem geta óskað eftir kosningu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun