„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:36 Sigríður Andersen þegar hún gekk út af Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07