Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Sighvatur Jónsson skrifar 14. mars 2019 20:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. „Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og hún hefur unnið í dómsmálaráðuneytinu áður þannig að mér finnst hún ágætis kostur til þess að taka við,“ segir Þórhildur. „Mér finnst hins vegar þessi tímabundna ráðstöfun, ég set spurningarmerki við hana, mér finnst það ekki geta gengið mikið lengur en í nokkrar vikur. Þetta eru tvö viðamikil og mikilvæg ráðuneyti. Þrátt fyrir að mér finnist Þórdís Kolbrún mjög öflugur stjórnmálamaður þá held ég að dómsmálaráðuneytið með öll þau krefjandi mál sem eru fram undan þarfnast þess að hugur hennar sé allur í því. Þannig að ég vona að Bjarni og samflokksmenn hans finni lausn á því hver á að taka við ferðamálaráðuneytinu sem fyrst.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja það of mikið fyrir einn ráðherra að vera með fjóra málaflokka. „Jú, ég hef sagt að þetta sé svona ríflegt skulum við segja. Enda hjó ég eftir því að fjármálaráðherra talaði um að þetta væri tímabundið sem er líka sérstakt,“ sagði Logi. „Ef maður vill horfa á þetta pólitískum vinkli þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi verið einhver órói inn í þingflokksherberginu og þetta hafi verið lausn til að róa hlutina.“Ertu búinn að heyra aðrar sögur? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt og ekki spurði hann mig.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. „Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og hún hefur unnið í dómsmálaráðuneytinu áður þannig að mér finnst hún ágætis kostur til þess að taka við,“ segir Þórhildur. „Mér finnst hins vegar þessi tímabundna ráðstöfun, ég set spurningarmerki við hana, mér finnst það ekki geta gengið mikið lengur en í nokkrar vikur. Þetta eru tvö viðamikil og mikilvæg ráðuneyti. Þrátt fyrir að mér finnist Þórdís Kolbrún mjög öflugur stjórnmálamaður þá held ég að dómsmálaráðuneytið með öll þau krefjandi mál sem eru fram undan þarfnast þess að hugur hennar sé allur í því. Þannig að ég vona að Bjarni og samflokksmenn hans finni lausn á því hver á að taka við ferðamálaráðuneytinu sem fyrst.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja það of mikið fyrir einn ráðherra að vera með fjóra málaflokka. „Jú, ég hef sagt að þetta sé svona ríflegt skulum við segja. Enda hjó ég eftir því að fjármálaráðherra talaði um að þetta væri tímabundið sem er líka sérstakt,“ sagði Logi. „Ef maður vill horfa á þetta pólitískum vinkli þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi verið einhver órói inn í þingflokksherberginu og þetta hafi verið lausn til að róa hlutina.“Ertu búinn að heyra aðrar sögur? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt og ekki spurði hann mig.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07