Skemmdarverk Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2019 07:15 Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar