Alex Emma fær að heita Alex Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 16:34 Alex Emma, til hægri, brosandi ásamt fjölskyldu sinni. Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00