Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 18:30 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira