Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 11:20 Hunt utanríkisráðherra segist vonast til að atkvæði verði greidd um útgöngusaminginn á morgun en að atkvæðin verði að vera til staðar. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir að breska þingið muni aðeins greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun ef ríkisstjórn telur sig hafa nægilegan fjölda atkvæða til að fá hann samþykktan. Útgöngusamningi May við Evrópusambandið var hafnað öðru sinni með afgerandi meirihluta í síðustu viku. Þá höfnuðu þingmenn að ganga úr sambandinu án samnings en samþykktu tillögu um að fresta útgöngunni. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að May myndi leggja samning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið á morgun. Hunt segir nú að „varfærin hvatningarmerki“ séu til staðar um að May samningurinn hljóti náð fyrir augum þingmanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hættan á engum samningi, að minnsta kosti hvað breska þingið varðar, hefur minnkað nokkuð en hættan á lömun vegna Brexit hefur ekki gert það,“ sagði Hunt. Aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja ósk Breta um að fresta útgöngunni sem var áformuð 29. mars. Þingið samþykkti að fresta henni annað hvort til 20. júní, verði útgöngusamningur samþykktur fyrir 20. mars eða ótímabundið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að möguleikinn á að Brexit verði frestað eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hafi hrætt einhverja þingmenn Íhaldsflokksins sem hafa verið andsnúnir útgöngusamningi May til þess að styðja hann. Enn vantar þó töluvert upp á að meirihluti sé fyrir samningnum á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir að breska þingið muni aðeins greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun ef ríkisstjórn telur sig hafa nægilegan fjölda atkvæða til að fá hann samþykktan. Útgöngusamningi May við Evrópusambandið var hafnað öðru sinni með afgerandi meirihluta í síðustu viku. Þá höfnuðu þingmenn að ganga úr sambandinu án samnings en samþykktu tillögu um að fresta útgöngunni. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að May myndi leggja samning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið á morgun. Hunt segir nú að „varfærin hvatningarmerki“ séu til staðar um að May samningurinn hljóti náð fyrir augum þingmanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hættan á engum samningi, að minnsta kosti hvað breska þingið varðar, hefur minnkað nokkuð en hættan á lömun vegna Brexit hefur ekki gert það,“ sagði Hunt. Aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja ósk Breta um að fresta útgöngunni sem var áformuð 29. mars. Þingið samþykkti að fresta henni annað hvort til 20. júní, verði útgöngusamningur samþykktur fyrir 20. mars eða ótímabundið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að möguleikinn á að Brexit verði frestað eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hafi hrætt einhverja þingmenn Íhaldsflokksins sem hafa verið andsnúnir útgöngusamningi May til þess að styðja hann. Enn vantar þó töluvert upp á að meirihluti sé fyrir samningnum á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22
Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43