Er það svo erfitt að tala við flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 18. mars 2019 21:15 Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flóttafólk sem hefur aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ dvelur þessa daga á Austvelli í Reykjavík. Það borðar og sefur í tjald þó að það rigni, snjói og kalt sé. Þau hafa nú dvalið þar í meira en viku. Hvers vegna gerir fólkið slíkt? ,,Okkur langar að tala við alþingisfólk eða ráðuneytisfólk. Okkur langar að ræða beint við einhvern fulltrúa ríkistjórnar um okkar mál“: segir fólkið. Þegar það segir ,,ríkisstjórn“, eru alþingismenn þar með taldir, sem sé, fólkið vill ræða við þá sem ráða málum í þjóðfélaginu. Eins og er hefur ekki borið á neinum viðbrögðum frá hvorki ríkisstjórninni né alþingi. Fólkið hefur ákveðnar kröfur. Þær eru fimm: 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla- að hætt verði að nota Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú Ef til vill er það ekki svo auðvelt að samþykkja allar kröfurnar, en það sem fólkið óskar eftir núna er ekki að yfirvöld samþykki allt sem beðið er um, heldur að þau setjist niður með fólkinu og hlusti. Er sú beiðni of mikil fyrir yfirvöld að samþykkja? Nei, ég held ekki. Flóttafólk býr við mjög takmörkuð réttindi, en samt eru þau manneskjur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu. Flóttafólk ætti því að hafa þau réttindi sem við teljum að allar manneskjur eigi að eiga með sér. Ég tel það vera grunnréttindi fólks sem lifir við það veruleika að óttast um eigið líf að það fái að ræða við. ,,Við erum að dvelja hér á Austurvelli og sofum hér í rigningu og vindum. Við gerum það af því að okkur langar að yfirvöld og alþingisfólk skilji það að við erum alvarleg og einlæg í óskum okkar um að ræða við þau.“ Sumir þeirra á Austuvelli eru vinir mínir í söfnuði kirkjunnar og ég þekki þá vel. Þetta eru allt indælar manneskjur og eiga skilið mannlega virðingu. Samtal er ekki aðeins grunnur lýðræðis heldur er hún einfaldasta leiðin til að sýna viðkomandi virðingu. Ég óska þess innilega að fulltrúar ríkistjórnarinnar og alþingis bjóði fólkinu á Austurvelli að umræðuborðinu sem allra fyrst.