Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2019 20:30 Vegarkaflinn er 3,2 kílómetrar og liggur um Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Stöð 2. Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, nærri tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegarkaflinn sem á að tvöfalda liggur frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum og er 3,2 kílómetra langur. Þar sem þetta er stærsta verk Vegagerðarinnar á þessu ári biðu menn nokkuð spenntir að sjá hvaða fjárhæðir kæmu upp úr umslögunum þegar þau voru opnuð í dag.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lægsta talan hljóðaði upp á 1.864 milljónir króna. Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar áttu saman þetta boð, sem reyndist 91 prósent af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hin tilboðin, frá Ístaki, Íslenskum aðalverktökum og Suðurverki og Loftorku reyndust yfir kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust. Verkið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Við bjuggumst alveg eins við að þau yrðu töluvert hærri. En þarna er tilboð sem er tæplega tíu prósent lægra og það er vel,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar vonast til að framkvæmdir hefjist innan tveggja mánaða. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna, bæði hljóðmana og hljóðveggja.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.-Hvenær á svo framkvæmdinni að vera lokið? „Við getum sagt; svona í lok næsta árs,“ svarar Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15 Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmulega banaslys verður.“ 30. október 2018 07:15
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23. febrúar 2019 11:51
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði