Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2019 20:34 Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Fjármálaráðherra undrast viðbrögð sveitarfélaga við hugmyndum um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem þurfi að ræða í samhengi við fjölmörg verkefni sveitarfélaganna. Samtök íslenskra sveitarfélaga og talsmenn einstakra sveitarfélaga hafa brugðist illa við hugmyndum um að frysta framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögðin koma á óvart þar sem engin formleg tillaga liggi fyrir og ekkert frumvarp um málið sé komið fram, þótt sú hugmynd hafi verið viðruð að greiðslurnar stæðu í staðí tvö ár. Þessi mál og fleiri þurfi að ræða í tengslum við fjármálaáætlun stjórnvalda. „Það er náttúrlega okkar hlutverk að koma á framfæri viðþingið fjármálaáætluninni. Ein af ráðstöfununum sem við vildum ræða við sveitarfélögin var þessi. Hún hefur bara verið rædd á fundum. Hún getur verið í undirliggjandi forsendum áætlunarinnar. En auðvitað háð því aðá endanum náist samkomulag,“ segir fjármálaráðherra. Sveitarfélögin séu með ýmis mál uppi á borðum í samtali við ríkið. „Ég gæti nefnt hér samgöngumál, borgarlínu. Ég gæti nefnt fráveitumál sveitarfélaga víða um landið, ég gæti nefnt hér málefni fatlaðra, lífeyrismál og margt fleira. Ég verð bara að segja að ég er furðu lostinn að vegna þess að svona mál er nefnt á fundi að þá segi menn; nú skulum við bara standa upp og hlaupa frá samtali um alla hluti,“ segir Bjarni. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt í fjármálaráðuneytinu strax upp úr helgi. Þá er unnið hörðum höndum að samningu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þar sem gerð verður almenn krafa um aðhald í ríkisrekstrinum. Fastur kostnaður geti ekki vaxið í takti við tekjur ríkissjóðs segir fjármálaráðherra. „Við gerum ekki sömu aðhaldskröfu á heilbrigðisstofnanir svo dæmi sé tekið. Dómstólar eru fyrst og fremst launakostnaður. Þannig að það eru ákveðin lögmál á ákveðnum stöðum sem viðþurfum að taka tillit til. En aðöðru leyti erum við að fara fram á það heilt yfir í kerfinu að menn gæti aðhalds.“Hvaðerþetta stór upphæð í þaðheila?„Hún losar fimm milljarða,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira