Óljós kostnaður á göngudeild Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað innan tíðar og skellt í lás eftir aldursfjórðungs rekstur í bænum. Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20