Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ari Brynjólfsson skrifar 5. mars 2019 07:30 Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. Fréttablaðið/Ernir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05