Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. mars 2019 13:00 Þetta verður erfitt í kvöld. Getty/Jordan Mansfield Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira