Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í síðasta mánuði. Skjáskot Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira