Óttast að mæðiveiki berist í fé Ari Brynjólfsson skrifar 8. mars 2019 06:30 Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur fann mæðiveikiveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Brink Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00