Brekka hjá Fjölni en jafnt hinum megin Hjörvar Ólafsson skrifar 8. mars 2019 15:30 Kristján Orri Jóhannsson úr ÍR með Ásbjörn Friðriksson á eftir sér. fréttablaðið Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca-Cola-bikarnum í handbolta karla. Fjölnir ræðst á ansi háan garð þegar liðið mætir Val í fyrri leiknum klukkan 18.00 og FH og ÍR bítast um seinna sætið í úrslitaleiknum klukkan 20.15. Fréttablaðið fékk Stefán Árnason, þjálfara KA, til þess að rýna í þessa tvo leiki. „Þetta verður talsvert brött brekka hjá Fjölni þar sem er gæðamunurinn á milli liðanna í Grill 66-deildinni og Olísdeildinni er mjög mikill. Valsvörnin er feikilega sterk og liðið hefur verið að halda liðum í Olísdeildinni undir 20 mörkum og það er hætt við því að Fjölnir lendi á vegg. Þeirra upplegg verður líklega að reyna að halda leiknum jöfnum eins lengi og mögulegt er, spila langar og skynsamlega útfærðar sóknir og fá upp góða vörn og markvörslu,“ segir Stefán um fyrri leikinn. „Valur mun hins vegar reyna að klára leikinn í fyrri hálfleik þannig að liðið geti hvílt lykilleikmenn sína þegar líða tekur á leikinn. Þeir eru gríðarlega faglegir í allri sinni nálgun á leiki þannig að ég er ekki hræddur um fyrir þeirra hönd að þeir muni vanmeta andstæðing sinn. Þrátt fyrir að meiðsli hafi herjað á leikmannahóp þeirra þá er hópurinn stór og ræður vel við það,“ segir hann um Valsliðið. „Það er líklegra að hinn verði mjög spennandi og ég myndi segja að bæði lið eigi jafn mikinn möguleika á að vinna þrátt fyrir að FH sé ofar í deildinni. ÍR hefur verið að endurheimta sína lykilleikmenn úr meiðslum á meðan þeir leikmenn FH sem hafa verið að glíma við meiðsli eru annaðhvort enn meiddir eða nýskriðnir úr meiðslum. FH sýndi það hins vegar á móti Aftureldingu í átta liða úrslitunum og í fleiri leikjum í deildinni að liðið getur vel spjarað sig þrátt fyrir að lykilleikmenn vanti,“ segir hann um seinni leikinn. „Ásbjörn Friðriksson og skipulagður sóknarleikurinn verður lykillinn að því ef FH vinnur en hinum megin þarf Björgvin Hólmgeirsson að eiga góðan leik. Stephen Nielsen þarf svo að eiga góðan leik í marki ÍR ef vel á að fara. Þetta verður mikil refskák á milli þjálfaranna sem eru báðir klókir. ÍR mun byrja í 6-0 vörninni sinni en Bjarni er líklega að æfa leiðir til þess að koma Ásbirni út úr leiknum. Halldór Jóhann er líklega að impra á því að leikmenn leiki samkvæmt því skipulagi sem hann setur upp og sóknarleikurinn verði agaður,“ segir Stefán.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira