Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira