Neymar grét í tvo daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:30 Neymar. Getty/Dave Winter Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira