Björguðu stálheppnum íslenskum manni af Table-fjalli í Suður-Afríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 08:41 Mynd frá björgunaraðgerðum aðfaranótt þriðjudags í Suður-Afríku. Wilderness Search and rescue Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is. Suður-Afríka Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Björgunarmenn komu 32 ára íslenskum manni til bjargar á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku í vikunni sem hafði fallið um 20 metra niður á syllu sem var ekki stærri en tvíbreitt rúm. Fyrir neðan þessa syllu var áttatíu metra þverhnípi að því er fram kemur í fjölmiðlum í Suður Afríku. Útkall til björgunarsveitarmanna barst klukkan 17 að staðartíma síðastliðinn mánudag eftir að einhver hafði heyrt kallað á hjálp af fjallinu. Sökum hvassviðris reyndist erfitt að staðsetja hvaðan hrópin bárust en íslenski maðurinn er sagður heppinn að suðaustan áttin náði að bera hróp hans til þéttbýlis við rætur fjallsins. Björgunarmennirnir náðu að staðsetja Íslendinginn en ekki var hægt að notast við þyrlu til að koma honum til bjargar vegna hvassviðris.Rauði punkturinn á myndinni sýnir staðsetningu íslenska mannsins í fjallinu.Wilderness Search and rescueÍslendingurinn náði að veita björgunarmönnunum á fjórhjóladrifnum jeppa nægilega góðar upplýsingar í gegnum síma um staðsetningu sína svo að þeir gátu staðsett sig á jeppaslóð beint fyrir neðan hann. Náðu björgunarmennirnir til hans á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Hann hlaut ekki alvarlega áverka við fallið.Það var ekki létt verk að komast að Íslendingnum.Wilderness search and rescueBjörgunarmennirnir kölluðu út vana klettaklifrara sem fengu leyfi til að fara upp fjallið á kláfi, sem venjulega hefði ekki verið gert sökum hvassviðris. Kláfurinn flutti mennina mun hærra en þar sem Íslendingurinn var og þurftu þeir að síga um 300 metra leið til að komast að honum. Gerðu þeir nokkrar tilraunir til þess en erfiðlega gekk að hitta á Íslendinginn sökum myrkurs. Hann náði þó að á endanum að leiðbeina þeim með ljósi úr farsíma sínum. Hér má sjá hvernig björgunarmennirnir fóru að Íslendingnum.Wilderness search and rescueÞegar björgunarmennirnir náðu til hans var Íslendingurinn settur í beisli og honum slakað niður klettinn þar sem annað teymi tók við honum og fóru þeir fótgangandi að björgunarbíl sem flutti hann til byggða. Við tók frágangur hjá björgunarsveitarmönnunum og lauk útkallinu á sjöunda tímanum síðastliðinn þriðjudagsmorgun. Á vef björgunarsveitarinnar kemur fram að Íslendingurinn megi telja sig stálheppinn að hafa lifað þessa raun af.Í febrúar árið 2017 lést Íslendingur eftir mikið fall í Table-fjalli.Vísir hefur áhuga á að ná sambandi við Íslendinginn og tekur við ábendingum á ritstjorn(hja)visir.is.
Suður-Afríka Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira