Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:57 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar. Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Sagðist Bjarkey spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að veita leyfi til hvalveiða og benti á að ráðherra hefði meðal annars byggt ákvörðun sína á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar en sú skýrsla hafi ekki verið óumdeild. „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar. Að mínu mati er grundvallarforsenda nýtingu náttúruauðlinda að hún sé byggð á sjálfbærni eins og ríkisstjórnin hefur ítrekað og sjávarútvegsráðherra ítrekaði í viðtali hjá RÚV 17. janúar síðastliðinn,“ sagði Bjarkey og bætti við að það þýddi að efnahagsleg og félagsleg áhrif væru jákvæð sem og að auðlindin yrði ekki sköðuð til framtíðar. „Meðan ekki eru fyrirsjánlegir markaðir fyrir hvalkjöt má gefa sér að veiðarnar verði ekki sjálfbærar því ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn. Við eigum ekki að taka séns á því að stofna einum mikilvægasta atvinnurekstri okkar í hættu sem er ferðaþjónustan – við höfum ekki efni á því,“ sagði Bjarkey. Orð Bjarkeyjar enduróma orð samflokksmanns hennar, Guðmundar Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, í viðtali við RÚV þar sem hann segir ákvörðun Kristjáns Þórs séu mikil vonbrigði. Þá segir hann sjávarútvegsráðherra ekki hafa rætt þessa ákvörðun við sig. Guðmundur Ingi hefur sagt að hann vilji endurmeta stefnu stjórnvalda þegar kemur að hvalveiðum og er ekki sannfærður um að veiðarnar séu sjálfbærar.
Alþingi Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45 Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30 Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ný reglugerð heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019 til 2023. 19. febrúar 2019 17:45
Telur að sjávarútvegsráðherra stilli sér upp gegn náttúruvernd Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir nauðsynlegt að styrkja málsstað Íslands á alþjóðavettvangi og til þess þurfi meðal annars að hætta hvaladrápi. 20. febrúar 2019 14:30
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19. febrúar 2019 23:00