Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Sigríður Andersen leggur til að eingöngu Útlendingastofnun geti veitt ríkisborgararétt. Fréttblaðið/ERNIR Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira