NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Heimildarmenn Reuters segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. EPA/PAUL BUCK Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni. Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni.
Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira