Fjórmenninga- klíkan Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið fyrir að fjórmenningaklíkan, Sólveig, Ragnar, Gunnar Smári og Vilhjálmur, ætlar ekki að semja. Markmiðið er átök, þau vilja breyta samfélaginu og til þess ætla þau að beita verkalýðsfélögunum. Það verður ekki gert með skynsamlegum samningum sem skila launafólki auknum kaupmætti, lágri verðbólgu og fullri atvinnu. Ekkert fútt í því. Fjórmenningarnir hafa tileinkað sér orðræðu og slagorð úr stéttabaráttu þriðja og fjórða áratugar síðustu aldar með áberandi hætti. En þrátt fyrir slagorðin, vaxandi reiði, sívaxandi hneykslan, úthlaup af fundum og annað slíkt þá er augljós munurinn á þessum hópi og verkalýðsleiðtogum eins og til dæmis Guðmundi Jaka. Allir skynjuðu heilindi Jakans, fyrir hverju hann barðist af hörku og þáttur hans í þjóðarsáttinni skilaði launafólki gríðarlegri kjarabót. Gunnar Smári er enginn Jaki, nýuppfundinn sósíalismi hans væri hlægilegur ef afleiðingar væru ekki alvarlegar. Hver skyldi þurfa að borga fyrir stjórnmálabrölt fjórmenningaklíkunnar? Verður það „auðstéttin“ sem Sólveigu Önnu verður svo tíðrætt um? Nei, ekki aldeilis. Það fólk er búið að breyta lánunum sínum í óverðtryggð lán og það fólk mun ekki missa vinnuna þegar harðnar á dalnum. Við höfum nefnilega séð þetta allt áður, oft. Laun hækka langt umfram framleiðni, verðlag hækkar og gengið fellur, fyrirtækin fækka starfsfólki. Það er hægt að fletta upp á þessari sögu t.d. í Öldinni okkar, ef maður nennir ekki að hlusta á hagfræðingana. En það er láglaunafólkið sem skuldar verðtryggt og það er láglaunafólkið sem missir fyrst vinnuna. Ríka liðið sleppur. Herkostnaðurinn af stjórnmálabaráttu fjórmenningana mun falla á launafólk. En hva, það þarf að færa fórnir fyrir byltinguna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar