Öruggast að hafa góða lýsingu og nálabox á almenningssalernum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2019 20:30 Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39