„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 24. febrúar 2019 10:37 Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt unnustu sinni um þar síðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann hélt út frá hótelinu sem þau dvöldu á um hábjartan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fimm fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar, unnusta hans og nokkrir vinir, eru staddir úti í Dyflinni og voru að koma sér á fætur og í gang þegar blaðamaður náði tali af Daníel. „Ég held að það verði engin skipulögð leit hjá sjálfboðaliðum í dag en ef það er einhver orka eftir í mönnum þá munu þeir fara út og halda áfram að dreifa miðum og svona. Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir eftir þessa leit í gær sem tók náttúrulega mikið á,“ segir Daníel.Leitin hjálpar við að dreifa huganum Aðspurður hvað fari í gegnum huga fjölskyldunnar við þessar erfiðu aðstæður segir Daníel: „Það fer voða lítið í gegnum hugann. Við erum búin að labba örugglega mörg hundruð kílómetra hver og einn á þessum dögum og það hefur hjálpað okkur í að dreifa huganum. Við erum búin að ná að standa okkur mjög vel í því að líta á þetta sem verkefni sem þurfi að klára og það er besta leiðin. Við getum ekki farið að syrgja einhvern sem við vitum ekki hvort að sé á lífi. Við þurfum bara að finna bróður okkar. Við vitum bara ekkert hvar hann er eða hvar hann er niðurkominn. Það er staðan í dag.“ Utanríkisráðherra Íslands kemur til með að hitta utanríkisráðherra Írlands eftir helgi. Aðspurður um vonir sínar og væntingar gagnvart utanríkisráðuneytinu segir Daníel að nú sér nauðsynlegt að fá aðstoð utanríkisráðuneytisins til að knýja á um að björgunarsveitir á Írlandi taki þátt í skipulagðri leit. „Það er mjög mikilvægt að það gerist“. „Ég allavega veit það að ég mun ekki hætta fyrr en þeir það en það er óljóst hvort það verði í dag þannig að ég þori ekki að segja til um það,“ segir Daníel um mögulega aðkomu írskra björgunarsveita. Hann segir að til þess að það verði samþykkt þurfi að fara í gegnum marga og flókna verkferla. Daníel segir markmiðið með hinni skipulögðu leit með sjálfboðaliðum sem fór fram í gær hafi verið að safna upplýsingum og vísbendingum til að þrengja leitina til að meiri líkur væru á því að björgunarsveitin myndi leggja leitinni lið. Eiga fund með lögreglunni í hádeginu í dag Daníel segir að afrakstur leitarinnar í gær hefðu verið nokkrar vísbendingar og þá hafi almenningur hringt inn með ábendingar til írsku lögreglunnar sem fer með rannsókn málsins. Fjölskyldan á fund með lögreglunni í hádeginu í dag. „Það er ekki líklegt að þeir séu búnir að fylgja eftir öllum þeim vísbendingum sem bara borist en þá er allavega hægt að sjá hvað þeir eru að fara að gera og hvaða þróun hefur orðið á málinu,“ segir Daníel. „Við fáum ekki símtölin frá almenningi sem hringir inn því þeim er vísað beint til lögreglu en ég hef heyrt að þetta sé þó nokkuð af vísbendingum.“ Hvarf Jóns Þrastar kemur alveg flatt upp á fjölskylduna?„Klárlega. Annars hefðum við ekki pantað flug um leið og við heyrðum af hvarfinu. Ef þetta væri einhver vani hjá honum við ekki svona hissa þá hefðum við líklegast ekki komið svona fljótt. Þetta er eitthvað sem er ekkert líkt honum. Það trúir þessu enginn enn þá. Þetta er bara svo absúrd mál. Maður veit ekkert hverju maður á að trúa.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt unnustu sinni um þar síðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann hélt út frá hótelinu sem þau dvöldu á um hábjartan dag án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan. Fimm fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar, unnusta hans og nokkrir vinir, eru staddir úti í Dyflinni og voru að koma sér á fætur og í gang þegar blaðamaður náði tali af Daníel. „Ég held að það verði engin skipulögð leit hjá sjálfboðaliðum í dag en ef það er einhver orka eftir í mönnum þá munu þeir fara út og halda áfram að dreifa miðum og svona. Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir eftir þessa leit í gær sem tók náttúrulega mikið á,“ segir Daníel.Leitin hjálpar við að dreifa huganum Aðspurður hvað fari í gegnum huga fjölskyldunnar við þessar erfiðu aðstæður segir Daníel: „Það fer voða lítið í gegnum hugann. Við erum búin að labba örugglega mörg hundruð kílómetra hver og einn á þessum dögum og það hefur hjálpað okkur í að dreifa huganum. Við erum búin að ná að standa okkur mjög vel í því að líta á þetta sem verkefni sem þurfi að klára og það er besta leiðin. Við getum ekki farið að syrgja einhvern sem við vitum ekki hvort að sé á lífi. Við þurfum bara að finna bróður okkar. Við vitum bara ekkert hvar hann er eða hvar hann er niðurkominn. Það er staðan í dag.“ Utanríkisráðherra Íslands kemur til með að hitta utanríkisráðherra Írlands eftir helgi. Aðspurður um vonir sínar og væntingar gagnvart utanríkisráðuneytinu segir Daníel að nú sér nauðsynlegt að fá aðstoð utanríkisráðuneytisins til að knýja á um að björgunarsveitir á Írlandi taki þátt í skipulagðri leit. „Það er mjög mikilvægt að það gerist“. „Ég allavega veit það að ég mun ekki hætta fyrr en þeir það en það er óljóst hvort það verði í dag þannig að ég þori ekki að segja til um það,“ segir Daníel um mögulega aðkomu írskra björgunarsveita. Hann segir að til þess að það verði samþykkt þurfi að fara í gegnum marga og flókna verkferla. Daníel segir markmiðið með hinni skipulögðu leit með sjálfboðaliðum sem fór fram í gær hafi verið að safna upplýsingum og vísbendingum til að þrengja leitina til að meiri líkur væru á því að björgunarsveitin myndi leggja leitinni lið. Eiga fund með lögreglunni í hádeginu í dag Daníel segir að afrakstur leitarinnar í gær hefðu verið nokkrar vísbendingar og þá hafi almenningur hringt inn með ábendingar til írsku lögreglunnar sem fer með rannsókn málsins. Fjölskyldan á fund með lögreglunni í hádeginu í dag. „Það er ekki líklegt að þeir séu búnir að fylgja eftir öllum þeim vísbendingum sem bara borist en þá er allavega hægt að sjá hvað þeir eru að fara að gera og hvaða þróun hefur orðið á málinu,“ segir Daníel. „Við fáum ekki símtölin frá almenningi sem hringir inn því þeim er vísað beint til lögreglu en ég hef heyrt að þetta sé þó nokkuð af vísbendingum.“ Hvarf Jóns Þrastar kemur alveg flatt upp á fjölskylduna?„Klárlega. Annars hefðum við ekki pantað flug um leið og við heyrðum af hvarfinu. Ef þetta væri einhver vani hjá honum við ekki svona hissa þá hefðum við líklegast ekki komið svona fljótt. Þetta er eitthvað sem er ekkert líkt honum. Það trúir þessu enginn enn þá. Þetta er bara svo absúrd mál. Maður veit ekkert hverju maður á að trúa.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Lögregla fer yfir vísbendingar sem gætu varpað ljósi á ferðir Jóns Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls á því við írsk yfirvöld að írskar björgunarsveitir komi að leitinni og er fjölskyldan vongóð um að af því verði. 23. febrúar 2019 20:00
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: "Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00