Kallar eftir lagasetningu til verndar uppljóstrurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 17:44 Helgi Seljan sjónvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/andri marinó Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann gerði skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu að umfjöllunarefni sínu. Þá gagnrýndi hann einnig skort á lagaramma utan um uppljóstrara hérlendis og benti á lög um stöðu uppljóstrara annars staðar í heiminum máli sínu til stuðnings. „Um daginn heyrði ég þrjá þingmenn ræða kolsvarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi - eða öllu heldur skort á starfsemi - Fiskistofu. Þingmennirnir þrír voru allir sammála um að skýrslan sýndi graf alvarleg tíðindi um eina mikilvægustu eftirlitsstofnun landsins. Þá sem á að hafa eftirlit með og vera undir staða sjálfbærni obbans af gjaldeyristekjum þjóðarinnar,“ skrifar Helgi og bætir því við að hagsmunir af sjávarútvegi skipti hundruðum milljarða á ári hverju. Helgi segir þá fullyrðingar stjórnvalda um minnkandi brottkast í útgerð landsins vera „í besta falli óskhyggju eða bernska trúgirni,“ og segir ekkert búa að baki slíkum fullyrðingum annað en upplýsingar fengnar frá hagsmunaaðilum á sama tíma og eftirlit eftir starfsgreininni sé sagt lítið sem ekkert. „Einhver þingmannanna þriggja bar sérstakt lof á þingkonu fyrir að kalla eftir skýrslunni og virtist hljóta samþykki viðmælenda sinna. Hún hefði gert vel að koma málinu á hreyfingu. Og það var vel. En hún er næsta grátleg sú einföldun sem í þessu felst.“ Helgi segir hins vegar að meira hafi þurft til en skýrslubeiðni eins þingmanns til þess að opna augu stjórnvalda og þingheims fyrir „lánleysi Fiskistofu,“ stofnunar sem heyri beint undir téða embættismenn. „Sannleikurinn er nefnilega sá að til þess að þingmenn og stjórnvöld opnuðu augun fyrir lánleysi Fiskistofu; stofnun sem heyrir undir þá beint, þurfti meira en skýrslubeiðni eins þingmanns. Það sem þurfti til var frásögn og vinna fjögurra manna sem kusu að stíga fram og lýsa því sem þeir sjálfur höfðu upplifað og tekið þátt í, ýmist innan Fiskistofu eða sem starfsmenn í þeirri grein sem stofnuninni bar að hafa eftirlit með,“ skrifar Helgi og vísar þar til umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast togaraflota Íslands, sem komist var á snoðir um vegna upplýsinga, meðal annars í formi myndefnis, sem þátturinn fékk frá skipverjum á togaranum Kleifarbergi og ljóstruðu þeir þannig upp um málið. „Allir gerðu þeir það fyrir minna en ekkert. Raunar má færa rök fyrir því að þeir hafi allir fórnað margfalt því sem þeir fengu fyrir að stíga fram og segja frá. Einn þeirra situr nú undir því að vera úthúðað og mannorð hans troðið ofan í svaðið af fyrrum vinnufélögum sínum og vinnuveitendum. Hann steig fram, framvísaði myndböndum og lýsti eigin þátttöku í brottkasti um borð í einu aflahæsta togskipi Íslandssögunnar,“ skrifar Helgi áfram og bæri því við að annar skipverji hafi stigið fram vegna sama máls en kosið að njóta nafnleyndar.Fá ekkert fyrir uppljóstranir sínar Hann segir mennina ekki hafa fengið neitt fyrir uppljóstranir sínar nema „skít og skammir“ og bætir við að mögulega hafi mennirnir fórnað afkomumöguleikum sínum til frambúðar. Helgi segir að nær væri fyrir þingmenn að þakka þessum mönnum, uppljóstrurunum, „þó ekki væri nema með því að taka ekki undir þegar á þá er ráðist.“ „Og hunskast svo til þess að setja hér lög um vernd uppljóstrara. Slík lagasetning er til um allan heim og er ekki sett af neinum mannúðarástæðum, heldur og miklu fremur til þess að verja sameiginlega sjóði landsmanna fyrir óráðsíu, spillingu og óþarfa fjáraustri. Með því að gera fólki kleift að koma upp um og segja frá því þegar rangt er haft við (fjámununum sóað, lög eða reglur brotnar og stofnunum gert ófært að sinna skyldum sínum, með einhverjum hætti) án þess að hægt sé að hegna viðkomandi eða láta það. Hafa áhrif á starfsframa hans, eru margfalt meiri líkur á því að upp um slík mál komist. Frumvarp um þetta hefur legið tilbúið í tæpan áratug, óafgreitt,“ skrifar Helgi og endar færsluna á því að spyrja eftir hverju sé verið að bíða. Færslu Helga má lesa í heild sinni hér að neðan. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann gerði skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Fiskistofu að umfjöllunarefni sínu. Þá gagnrýndi hann einnig skort á lagaramma utan um uppljóstrara hérlendis og benti á lög um stöðu uppljóstrara annars staðar í heiminum máli sínu til stuðnings. „Um daginn heyrði ég þrjá þingmenn ræða kolsvarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi - eða öllu heldur skort á starfsemi - Fiskistofu. Þingmennirnir þrír voru allir sammála um að skýrslan sýndi graf alvarleg tíðindi um eina mikilvægustu eftirlitsstofnun landsins. Þá sem á að hafa eftirlit með og vera undir staða sjálfbærni obbans af gjaldeyristekjum þjóðarinnar,“ skrifar Helgi og bætir því við að hagsmunir af sjávarútvegi skipti hundruðum milljarða á ári hverju. Helgi segir þá fullyrðingar stjórnvalda um minnkandi brottkast í útgerð landsins vera „í besta falli óskhyggju eða bernska trúgirni,“ og segir ekkert búa að baki slíkum fullyrðingum annað en upplýsingar fengnar frá hagsmunaaðilum á sama tíma og eftirlit eftir starfsgreininni sé sagt lítið sem ekkert. „Einhver þingmannanna þriggja bar sérstakt lof á þingkonu fyrir að kalla eftir skýrslunni og virtist hljóta samþykki viðmælenda sinna. Hún hefði gert vel að koma málinu á hreyfingu. Og það var vel. En hún er næsta grátleg sú einföldun sem í þessu felst.“ Helgi segir hins vegar að meira hafi þurft til en skýrslubeiðni eins þingmanns til þess að opna augu stjórnvalda og þingheims fyrir „lánleysi Fiskistofu,“ stofnunar sem heyri beint undir téða embættismenn. „Sannleikurinn er nefnilega sá að til þess að þingmenn og stjórnvöld opnuðu augun fyrir lánleysi Fiskistofu; stofnun sem heyrir undir þá beint, þurfti meira en skýrslubeiðni eins þingmanns. Það sem þurfti til var frásögn og vinna fjögurra manna sem kusu að stíga fram og lýsa því sem þeir sjálfur höfðu upplifað og tekið þátt í, ýmist innan Fiskistofu eða sem starfsmenn í þeirri grein sem stofnuninni bar að hafa eftirlit með,“ skrifar Helgi og vísar þar til umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast togaraflota Íslands, sem komist var á snoðir um vegna upplýsinga, meðal annars í formi myndefnis, sem þátturinn fékk frá skipverjum á togaranum Kleifarbergi og ljóstruðu þeir þannig upp um málið. „Allir gerðu þeir það fyrir minna en ekkert. Raunar má færa rök fyrir því að þeir hafi allir fórnað margfalt því sem þeir fengu fyrir að stíga fram og segja frá. Einn þeirra situr nú undir því að vera úthúðað og mannorð hans troðið ofan í svaðið af fyrrum vinnufélögum sínum og vinnuveitendum. Hann steig fram, framvísaði myndböndum og lýsti eigin þátttöku í brottkasti um borð í einu aflahæsta togskipi Íslandssögunnar,“ skrifar Helgi áfram og bæri því við að annar skipverji hafi stigið fram vegna sama máls en kosið að njóta nafnleyndar.Fá ekkert fyrir uppljóstranir sínar Hann segir mennina ekki hafa fengið neitt fyrir uppljóstranir sínar nema „skít og skammir“ og bætir við að mögulega hafi mennirnir fórnað afkomumöguleikum sínum til frambúðar. Helgi segir að nær væri fyrir þingmenn að þakka þessum mönnum, uppljóstrurunum, „þó ekki væri nema með því að taka ekki undir þegar á þá er ráðist.“ „Og hunskast svo til þess að setja hér lög um vernd uppljóstrara. Slík lagasetning er til um allan heim og er ekki sett af neinum mannúðarástæðum, heldur og miklu fremur til þess að verja sameiginlega sjóði landsmanna fyrir óráðsíu, spillingu og óþarfa fjáraustri. Með því að gera fólki kleift að koma upp um og segja frá því þegar rangt er haft við (fjámununum sóað, lög eða reglur brotnar og stofnunum gert ófært að sinna skyldum sínum, með einhverjum hætti) án þess að hægt sé að hegna viðkomandi eða láta það. Hafa áhrif á starfsframa hans, eru margfalt meiri líkur á því að upp um slík mál komist. Frumvarp um þetta hefur legið tilbúið í tæpan áratug, óafgreitt,“ skrifar Helgi og endar færsluna á því að spyrja eftir hverju sé verið að bíða. Færslu Helga má lesa í heild sinni hér að neðan.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira