Þrýstingur á Maduro eykst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Frá landamærum Venesúela að Kólumbíu á laugardaginn. Nordicphotos/Getty Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15