Þrýstingur á Maduro eykst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Frá landamærum Venesúela að Kólumbíu á laugardaginn. Nordicphotos/Getty Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15