Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2019 13:21 Anton Gylfi dómari ræðir við Rúnar eftir að hann hafði hrint vatnsflöskunni á ritaraborðinu. Magnús Sigurólason allt annað en sáttur á ritaraborðinu. mynd/þórir tryggvason Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA
Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45