Fréttamenn gætu verið fangelsaðir eftir dóm yfir kardinála Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 12:16 Ástralskir fjölmiðlar máttu ekki fjalla um dóminn yfir Pell kardinála þegar hann féll í desember vegna lögbanns sem átti að tryggja sanngirni áframhaldandi réttarhalda yfir honum. Vísir/EPA Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög. Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Tugir fréttamanna og ritstjóra í Ástralíu gætu verið ákærðir fyrir umfjöllun sína um mál George Pell, kardinála kaþólsku kirkjunnar, sem var fundinn sekur um kynferðisbrot gegn ungum drengum. Dómari hafði lagt lögbann við fréttaflutningi af réttarhöldum yfir Pell. Pell var fundinn sekur um brot sín í desember en ástralskir fjölmiðlar máttu ekki segja frá niðurstöðunni. Ástæðan var sú að dómari í málinu lagði á lögbann á meðan réttað var aftur yfir Pell vegna fleiri brota að beiðni saksóknara. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að fréttaflutningur hefði áhrif á kviðdómendur í málinu. Sumir fjölmiðlar birtu engu að síður frásagnir af réttarhöldum þar sem ónefndur en hátt settur einstaklingur hefði verið dæmdur sekur um alvarlega glæpi í desember, meðal annars undir fyrirsögninni „RITSKOÐAГ.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi ekki dulið óánægju sína með fjölmiðla. Hann sagði saksóknurum og verjendum að hann væri þeirrar skoðunar að margir í fjölmiðlum gætu átt umtalsverða fangelsisvist í vændum. Ákærurnar sem eftir stóðu á hendur Pell voru felldar niður í dag og var lögbanninu því aflétt. Sögðu fjölmiðlar því loks frá því að það hefði verið Pell sem var sakfelldur í desember. Erlendir fjölmiðlar höfðu þó sagt frá dómnum yfir Pell á sínum tíma og fóru þær fréttir vítt og breitt um samfélagsmiðla í Ástralíu. Vísir sagði meðal annars frá því að Pell hefði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hafði upp úr bandaríska blaðinu Washington Post daginn sem dómurinn féll. Réttarhöldin voru einnig opin en afrit af lögbannsskipuninni hékk á dyrum dómsalsins. Fréttamönnum og ritstjórum hafa verið send bréf þar sem þeir eru beðnir um rökstuðning fyrir því hvers vegna ætti ekki að ákæra þá fyrir að lítilsvirða dómstólinn. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að lítilsvirða dómstóla í Viktoríuríki þar sem réttarhöldin fóru fram. Talskona ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er einn fjölmiðlanna sem fengu bréf af þessu tagi, segir að stöðin standi með fréttaflutningi sínum. Hún hafi hafnað ásökunum um að hafa brotið lög.
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32