Corbyn lýsir stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:09 Corbyn hefur fram að þessu staðið fast á því að Bretland verði að yfirgefa ESB í lok mars þrátt fyrir óróa innan eigin flokks. Vísir/EPA Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Verkamannaflokkurinn styður að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari fram, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins. Þessu lýsti hann yfir eftir að áætlun hans fyrir Brexit var felld í breska þinginu. Setti hann þann fyrirvara við að hann myndi einnig berjast fyrir öðrum kostum eins og nýjum þingkosningum. Þetta er í fyrsta skipti sem annar stóru flokkanna á Bretlandi hefur lýst opinberum stuðningi við aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að meirihluti greiddi atkvæði með útgöngu sumarið 2016. Corbyn hefur fram að þessu látið kröfur Evrópusinnaðra þingmanna sinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu sem vind um eyru þjóta. Sinnaskipti Corbyn komu eftir að tillaga hans um útfærslu á útgöngunni var felld í breska þinginu. Hann hafði lagt til að Bretlandi yrði áfram hluti af tollabandalagi við Evrópusambandið. Lofaði hann því á mánudag að styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu yrði tillögu hans hafnað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stuðningurinn sem Corbyn lýsti við þjóðaratkvæðið var þó ekki afdráttarlaus. Hann hefur lengi verið efasemdamaður um Evrópusambandið og var sakaður um að verja áframhaldandi aðild af hálfum hug árið 2016. „Eftir atkvæðagreiðsluna í þinginu í kvöld munum við halda áfram að þrýsta á um náið efnahagslegt samband sem byggir á trúverðugri áætlun okkar eða um þingkosningar. Við munum einnig styðja almenna atkvæðagreiðslu til að koma í veg fyrir skaðleg útgöngu Íhaldsflokksins eða hörmulegan engan samning,“ lýsti Corbyn yfir í þinginu. Aðeins 29 dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur sagt að hún muni láta þingið greiða atkvæði um útgöngusamning sinn fyrir 12. mars. Í gærkvöldi samþykktu þingmenn tillögu sem May hefur fallist á um hvað gerist ef útgöngusamningurinn verður felldur. Fyrst verða greidd atkvæði um hvort þingmenn styðji útgöngu án samnings. Verði sú tillaga felld ætlar May að láta greiða atkvæði um frestun útgöngunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49 Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26 May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Verkamannaflokkurinn mun styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst tilkynna þingmönnum flokksins í kvöld að flokkurinn muni styðja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit fari fram. 25. febrúar 2019 19:49
Fundir May í Brussel sagðir innihaldslausir Breski forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að tefja tímann fram að útgöngu til að neyða þingmenn til að greiða atkvæði með útgöngusamningi hennar við ESB. 27. febrúar 2019 12:26
May býður atkvæðagreiðslu um frestun Brexit Breska þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning fyrir 12. mars. Verði hann felldur verða þingmenn fyrst spurðir hvort þeir vilji ganga út án samnings eða fresta útgöngunni. 26. febrúar 2019 13:49