Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2019 17:59 Inga Sæland og Njáll Trausti Friðbertsson ræddu málið á þingi í dag. Vísir/Vilhelm Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag virtust hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið 150 milljóna króna framlag frá ríkinu sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. Líkt og kom fram á Vísi í gær mun göngudeild SÁÁ verða lokað ótímabundið frá og með morgundeginum. Í samtali við Vísi í gær sagði Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, að félagið þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti og ekkert bólaði á 150 milljóna króna viðbótarframlagi frá ríkinu sem Alþingi samþykkti fyrir áramót, meðal annars til reksturs göngudeilda SÁÁ. „Í fjárlögum fyrir árið 2019 sem við samþykktum í desember var mjög skýrt tekið fram að 150 milljónir ættu að fara til göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Það fór ekkert á milli mála í umræðunni í fjárlaganefnd þar sem við afgreiddum að það ætti að fara með 150 milljónir í þá starfsemi sem snýr að göngudeildum á Akureyri og í Reykjavík,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag.Sagði hann fréttirnar hafa komið sér mjög á óvart og hvatti hann SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands til þess að ná samkomulagi um hvernig nýta eigi viðbótarfjármagnið sem eyrnamerkt var SÁÁ.Með ólíkindum segir Inga Sæland Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vakti einnig athygli á þessu máli í sömu umræðum.„Enn bíður Sjúkrahúsið Vogur eftir því að fá úthlutað því fjármagni sem við töldum að við hefðum verið að veita til starfseminnar þar rétt fyrir jólin. Það var ákall úti í samfélaginu,“ sagði Inga. „Það er með ólíkindum að við skulum horfa upp á það í dag, í vaxandi fíkniefnavanda, að bráðaþjónustunni sé sent langt nef og sýnd fyrirlitning eins og raun ber vitni hér og nú.“Undir orð Ingu tók Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði fregnirnar af lokun göngudeildarinnar sláandi.„Það eru mjög sláandi fréttir að verið sé að loka göngudeildum og að þeir peningar, sem merktir voru því að stytta biðlistana á Vogi, að við héldum, eða alla vega ég þegar ég greiddi atkvæði hér fyrir jólin um þessar 150 milljónir, eru ekki merktir því beint heldur einhverju í sambandi við göngudeildir. En samt er það einhvern veginn í stíflu þannig að það á líka að fara að loka þeim,“ sagði Sigurður Páll.Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem send var út í dag segir að það komi ráðuneytinu á óvart að ákveðið hafi verið að loka göngudeildinni á Akureyri. Unnið sé að gerð samnings um þjónustuna og það sé vonráðuneytisins að viðræður á milli SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands haldi áfram.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20