Seinni bylgjan: Selfoss vinnur ekki titil með svona markvörslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 15:00 Að venju var ýmislegt rætt í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, til að mynda hvort að Elvar Ásgeirsson sé framtíðarlandsliðsmaður og hvaða lið af þeim sem eru með tólf stig í Olísdeild karla eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Markvarslan í Olísdeildinni var einnig til umræðu í þætti gærkvöldsins, ekki síst eftir að markverðir Selfoss vörðu aðeins tvö skot í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. Selfyssingar sluppu samt fyrir horn og unnu leikinn eftir endurkomu á lokamínútunum. „Þetta á ekki að vera hægt á 60 mínútunum,“ sagði Sebastían Alexandersson í þætti gærkvöldsins. „En vissulega er ýmislegt hægt. En ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að leggja það á lið Selfoss að vinna titil með svona frammistöðu. Það er ekki séns að þeir geti það,“ sagði hann enn fremur. Staðan var þó betri á markvörðum Selfyssinga í fyrra en samt komust þeir ekki í lokaúrslitin þá. Sérfræðingar þáttarins segja að þá sé ekki hægt að reikna með því að þeir fari lengra í ár. „Þeir þurfa meira en 30 prósenta markvörslu ætli þeir sér að gera sér einhverja von um að vinna titilinn. Helst komast nær 40 prósentunum,“ sagði Sebastian. Gunnar Berg Viktorsson hvatti Selfyssinga til að hringja í Sebastian til að fá hann til að þjálfa markverðina sína, enda býr Sebastian á Selfossi. Sjálfur gaf hann ekki mikið út á það en sagði að líklega væri betra að hann myndi sjálfur bara spila í marki Selfyssinga. „En nei, ég er reyndar skráður í Þrótt í Vogum,“ sagði hann í léttum dúr. Innslagið má sjá allt efst í fréttinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00 Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Sjá meira
Að venju var ýmislegt rætt í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, til að mynda hvort að Elvar Ásgeirsson sé framtíðarlandsliðsmaður og hvaða lið af þeim sem eru með tólf stig í Olísdeild karla eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Markvarslan í Olísdeildinni var einnig til umræðu í þætti gærkvöldsins, ekki síst eftir að markverðir Selfoss vörðu aðeins tvö skot í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. Selfyssingar sluppu samt fyrir horn og unnu leikinn eftir endurkomu á lokamínútunum. „Þetta á ekki að vera hægt á 60 mínútunum,“ sagði Sebastían Alexandersson í þætti gærkvöldsins. „En vissulega er ýmislegt hægt. En ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að leggja það á lið Selfoss að vinna titil með svona frammistöðu. Það er ekki séns að þeir geti það,“ sagði hann enn fremur. Staðan var þó betri á markvörðum Selfyssinga í fyrra en samt komust þeir ekki í lokaúrslitin þá. Sérfræðingar þáttarins segja að þá sé ekki hægt að reikna með því að þeir fari lengra í ár. „Þeir þurfa meira en 30 prósenta markvörslu ætli þeir sér að gera sér einhverja von um að vinna titilinn. Helst komast nær 40 prósentunum,“ sagði Sebastian. Gunnar Berg Viktorsson hvatti Selfyssinga til að hringja í Sebastian til að fá hann til að þjálfa markverðina sína, enda býr Sebastian á Selfossi. Sjálfur gaf hann ekki mikið út á það en sagði að líklega væri betra að hann myndi sjálfur bara spila í marki Selfyssinga. „En nei, ég er reyndar skráður í Þrótt í Vogum,“ sagði hann í léttum dúr. Innslagið má sjá allt efst í fréttinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00 Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00
Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni