Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26